Hlutverki og markmiði fagráðs ríkislögreglustjóra er lýst í verklagsreglum ríkislögreglustjóra um fagráð ríkislögreglustjóra sem tekur til umfjöllunar mál er varða beina og óbeina mismunun, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar nr. VLR0019/2017.
Hlutverk fagráðs ríkislögreglustjóra er:
- Að taka við, meta, koma í viðeigandi farveg og fylgja eftir tilkynningum um mál sem ráðinu berast og tryggja að þau fái viðhlítandi málsmeðferð samkvæmt verklagsreglum fagráðs og landslögum.
- Að taka við fyrirspurnum og tilkynningum þolenda og annarra starfsmanna lögreglu og leiðbeina þeim um málsmeðferð.
- Að vera ríkislögreglustjóra og lögregluembættunum til ráðgjafar um mál.
- Að meta hvort þörf sé á aðstoð eða ráðgjöf annarra fagaðila.
- Að meta árangur verklagsreglna og koma með tillögur til úrbóta ef með þarf.